Viðhald og meðferð á Primastone Quartz
Vönduðu Quartz borðplöturnar frá Primastone eru fullkomin viðbót inn í draumaeldhúsið þitt og gefur fegurð þeirra endingunni og áreiðanleika ekkert eftir.
Þessar fallegu borðplötur, sem gerðar eru úr hágæða kvarsefni (97% náttúrulegur kvarssandur, 3% sérblandað límefni), eru bæði harðgerðari og endingarbetri en sambærilegar plötur úr marmara eða granít og þarfnast einnig lítils sem einskis viðhalds.
Því er alls ekki margt sem þarf að gæta varðandi meðferð quartz borðplatanna. Þær þurfa ekkert sérstakt reglubundið viðhald og því eru allar olíur og áburðir óþarfir! Það eina sem þarf að gera er að þrífa plötuna reglulega með blautri tusku eða rökum klút.
Þökk sé hörku kvarsefnisins draga plöturnar lítinn sem engan vökva í sig og því er afar ólíklegt að vökvi sem hellst hefur niður liti eða skemmi borðplötuna, en við mælum þó með því að þurrka upp allt slíkt sull eins fljótt og auðið - bara til öryggis. Einfalt sápuvatn ætti svo að duga á langflesta
bletti, en ef grípa þarf til sterkari aðgerða, t.d. gagnvart hörðnuðum matarleifum, mælum við með að skrapa leifarnar með plastskeið eða -hníf og þrífa borðplötuna í kjölfarið með mildum hreinsilegi og mjúkum klút.
Forðast skal að nota sterk hreinsiefni og grófa skrúbba eða bursta, því langvarandi notkun slíkra efna getur skemmt yfirborð platanna.
Að lokum eru nokkur atriði sem vert er að benda á:
- Þökk sé hörku kvarsefnisins ætti þér almennt að vera óhætt að skera matvæli beint á borðinu.
- En að því sögðu, þá eru smávægilegar líkur á lítils háttar rispum og skemmdum af völdum betri og sterkari hnífa. Því mælum við með því að nota ávallt skurðarbretti.
- Þó kvarsefnið sé ákaflega sterkt þá er það ekki 100% óbrjótandi. Því skal forðast að leggja mjög þunga og harða hluti (stálkúta, harða kassar, o.s.frv.) á borðplöturnar.
- Það sama gildir um hvers konar þung högg frá eldhúsáhöldum, verkfærum og öðrum hörðum hlutum.
- Plöturnar eru afskaplega hitaþolnar og ætti því að vera í lagi að setja t.d. potta með sjóðandi vatni á plötunar, en þar sem límefnið í plötunum er ekki alveg eins hitaþolið og kvarssandurinn sjálfur er öruggast að nota ávallt hitaplatta til að útiloka algjörlega hættuna á hvers konar hitaskemmdum.
- Borðplöturnar frá Primastone eru aðeins hugsaðar til notkunar innandyra þar sem beint viðvarandi sólarljós getur upplitað borðplötuna.