Kantar

Primastone borðplöturnar er hægt að fá með nokkrum mismunandi tegundum kantfrágangs og það getur skipt sköpum að velja þann kant sem hentar þinni borðplötu og innréttingu best.

Köntunum er skipt í tvo meginflokka: Einfalda og tvöfalda kanta.

Einföldu kantarnir eru jafnþykkir og borðplatan sjálf og er hægt að velja um 6 mismunandi tegundir kantfrágangs, allt frá nútímalegum hornréttum kanti og yfir í mjúkt yfirbragð hálfhringskantsins, sem virkar sérstaklega vel með sígildari eldhúsum með hlýjum viðarinnréttingum.

Tvöföldu kantarnir henta fullkomlega fyrir þá sem vilja öllu veglegra yfirbragð af sínum borðplötum, en þá er ca 5 cm aukasneið af sömu þykkt og borðplatan límd undir kantbrúnina, svo platan virðist tvöfalt þykkari. Til eru 5 gerðir af kantfrágangi með tvöföldum kanti, hver öðrum veglegri!

Skoðaðu myndina og finndu hinn fullkomna kant sem setur punktinn yfir i-ið í eldhúsinu þínu!