Hvað er Quartz?

Quartz yfirborðsefni eru unnin úr náttúrulegum kvarssandi (ca 97%) sem blandað er við sérstakt límefni (ca 3%). Úr verða stórir flekar sem hægt er að vinna með, rétt eins og granít eða marmari.

 

Primastone borðplöturnar eru framleiddar undir ströngu gæðaeftirliti í vönduðum ítölskum vélum af fyrirtæki með 30 ára reynslu í steinsmíði. Við hjá Stöfnum bjóðum upp á mikið úrval fallegra lita og munstra, ásamt því að sérsníða allt quartz yfirborðsefni nákvæmlega að þínum þörfum.