Mælingar fyrir borðplötum

Þegar pantaðar eru quartz borðplötur frá Primastone skiptir nákvæmni og vandvirkni öllu máli. Því er afar mikilvægt að mælingar fyrir borðplötunum séu gerðar á viðunandi hátt.
Me
ð því að fylgja þessum einföldu skrefum, ætti þó verkefnið að vera leikur einn!

En ef einhverjar spurningar vakna, ekki hika við að hafa samband við okkur á stafnar@stafnar.is og við munum hjálpa þér eftir bestu getu!

1. Teiknaðu útlínur platnanna.

Notaðu rúðustrikað blað - eða eyðublaðið okkar - til þess að teikna útlínur borðplatnanna. Notaðu eins margar blaðsíður og þþarft.

2. Mældu plöturnar.

Merktu inn réttar stærðir allra hliða af nákvæmni. Mundu að gera ráð fyrir brúnum á plötunum. Ef veggir eru mjög skakkir eða horn ekki rétt þá mælum við með að velja einn vegg, þann skásta, sem útgangspunkt.

3. Merktu inn heimilistækin.

Ef borðplatan á að liggja utan um heimilistæki eins og helluborð eða vask, skaltu merkja inn hvar þau skulu staðsett. Best er að mæla fjarlægðina frá enda plötunnar inn að miðju heimilistækisins og svo fjarlægð þess frá frambrún plötunnar. Ekki gleyma að merkja inn stærð og staðsetningu blöndunartækja.

4. Merktu inn samskeyti.

Ef platan er L- eða U-laga þurfa að vera samskeyti. Merktu inn á teikninguna, nákvæmlega hvar á plötunni þau eiga að vera.

5. Merktu hliðarnar.

Að lokum þarftu að merkja inn hvaða brúnir borðplötunnar snúa að vegg og hverjar þeirra snúa fram.

Gangi þér vel!