Vegna verkefnastöðu bjóðum við einungis upp á borðplötur án uppsetninga eins og er.

Primastone - Hágæðaborðplötur úr Quartz

Stafnar innflutningur ehf. er umboðsaðili fyrir quartz yfirborðsefni frá Primastone og býður upp á hágæða vöru á frábæru verði.

Quartz borðplötur eru úr náttúrulegum steini, viðhaldsfríar og rispast ekki.

Finndu út hvað draumaborðplatan kostar!

Reikna verð

Hvernig virkar pöntunin?

Allar Primastone borðplötur eru framleiddar nákvæmlega eftir þínu höfði, sérsniðnar að þínum þörfum - og eldhúsi.

Gerðu draumaeldhúsið þitt að veruleika með aðeins fjórum einföldum skrefum!

Veldu þann lit sem þú vilt

Skoðaðu litaúrvalið okkar á vefsíðunni og finndu hinn fullkomna lit fyrir þína borðplötu.

Ef þú vilt kynnast litunum enn betur getur þú kíkt í heimsókn og séð sýnishorn hjá okkur eða fengið þau send heim að dyrum.

Pantaðu hér á vefsíðunni

Á vefsíðu okkar getur þú séð verðið strax, miðað við þær stærðir, þykktir og liti sem þú vilt.

Fylltu út eyðublaðið með öllum upplýsingum um plöturnar sem þú þarft og gakktu frá pöntuninni.

Nákvæm mælingarþjónusta

Ef þig vantar aðstoð við mælingarnar, þá stendur þér til boða að fá okkur á svæðið til þess að staðfesta mælingarnar nákvæmlega fyrir þig.

Ef þú telur þig vera með öll mál á hreinu, getur þú líka einfaldlega sent plöturnar beint í framleiðslu!

Afhending & uppsetning

Innan skamms eru borðplöturnar þínar tilbúnar til afhendingar, sérsniðnar að þínum þörfum.

Plöturnar verða sendar heim að dyrum og ef þú hefur pantað uppsetningarþjónustuna okkar, þá finnum við góðan uppsetningartíma sem hentar þér.

Okkar loforð

Hágæðavörur á frábæru verði

Við hjá Stöfnum viljum bæta aðgengi fólks að fallegum innanhússmunum og innréttingum.

Við vinnum milliliðalaust með reynslumiklum samstarfsaðilum erlendis til að tryggja
Íslendingum aðgengi að hágæða vörum á frábæru verði.

Frábært verð

Fækkun milliliða og tengsl við sterka samstarfsaðila gera okkur kleyft að bjóða einstök kjör sem vart hafa sést hér á landi.

Hágæða framleiðsla

Quartz borðplöturnar frá Primastone eru framleiddar í vönduðum ítölskum vélum af steinsmiðju með yfir 30 ára reynslu.

Ekki borga fyrir ekki neitt

Á Íslandi tíðkast gjarnan að rukka aukalega fyrir hvert gat, hverja sögun og hvert úttak. Til að tryggja gegnsæi rukkum við aldrei aukalega fyrir göt í plöturnar.