Hvernig halda Stafnar verðinu niðri?
Þegar ráðist er í innflutning og sölu á vöru skiptir verðlagningin höfuðmáli. Það á ekki síst við þegar um er að ræða jafn vandaða vöru og quartz borðplöturnar frá Primastone.
Framleiðslukostnaður, flutningsgjöld og ýmsir tollar og skattar geta ansi fljótlega hrannast upp og valdið því að söluverð til viðskiptavina verði mun hærra en góðu hófi gegnir. Þess vegna höfum við lagt gríðarlega mikla áherslu á að halda verðinu eins lágu og við mögulega getum og viljum við meina að okkur hafi tekist ansi vel til. En hvernig höfum við náð þessum árangri?
Til að byrja með höfum við náð afar góðum og samkeppnishæfum samningum við birgja okkar erlendis, en góðir samningar geta verið gulls ígildi. Gjarnan afar bókstaflega. Þessar vönduðu borðplötur okkar eru framleiddar af steinsmiðju sem hefur yfir þriggja áratuga reynslu, svo það er ljóst að á bakvið framleiðsluna standa engir aukvisar. Einnig er notast við vandaðar ítalskar vélar og úr þeim koma vörurnar alveg tilbúnar, svo það er ansi mikið magn af vinnu sem sparast við þetta reynslumikla ferli. Þetta hefur svo skilað sér til okkar í lægra verði en gengur og gerist.
Í öðru lagi hefur okkur tekist að eiga öll samskipti og gera alla samninga milliliðalaust beint við framleiðendur. Þannig erum við laus við ýmis óþarfa skref, sem bæði gætu aukið flækjustig þegar kemur að pöntunum og afhendingu, og sparað okkur óþarfa álagningu þessa þriðju aðila.
Eins og áður kom fram, koma quartz borðplöturnar frá Primastone fullmótaðar og tilbúnar úr framleiðsluvélunum svo þær krefjast alla jafna engrar frekari vinnu eftir að við höfum fengið þær afhentar. Þannig höfum við losnað við óþarfa yfirbyggingu og tækjabúnað, með tilheyrandi viðhalds- og efniskostnaði, og nýtum þann sparnað til að halda niðri verðinu á vörunni.
Okkur hefur einnig tekist að útrýma þörfinni á einhvers konar lagerhúsnæði. Allar pantanir sem okkur berast eru áframsendar til okkar birgja og plöturnar sérstaklega framleiddar fyrir viðskiptavini okkar, eftir öllum þeim málum og séróskum sem þeir kunna að hafa. Þetta sparar okkur leiðindin sem fylgja því að sitja uppi með óseldar borðplötur, sem gera ekkert nema að taka pláss og safna ryki á einhverjum fokdýrum lager. Að sama skapi neyðumst við aldrei til þess að afskrifa plötur sem dottnar eru úr tísku.
Talandi um húsnæði, þá höfum við einnig gripið til þeirrar sparnaðarlausnar að halda ekki úti neinum sérstökum sýningarsal. Viljir þú fá sýnishorn af vönduðu og endingargóðu borðplötunum okkar, hefur þú einfaldlega samband og við sendum þér þau heim að dyrum. Þessi sparnaður hjálpar okkur enn frekar við að skafa af verðinu.
Við hjá Stöfnum höfum unun af fallegri innanhússhönnun og mikla ástríðu fyrir því sem við gerum. Eitt af okkar helstu markmiðum er að bæta aðgengi fólks að fallegum innanhússmunum og höfum við því gert allar þessar ráðstafanir til þess að reyna að halda verðinu á þessum fallegu borðplötum í lágmarki.
Allir eiga skilið að eignast draumaeldhúsið sitt, og við viljum leggja okkar af mörkum svo að sem flestir sjái sér fært um að láta þann draum rætast.